Golfklúbbur Brautarholts bætist við vinavellina fyrir 2021

Golfklúbbur Akureyrar og Golfklúbbur Brautarholts hafa gert sín á milli vinavallasamning fyrir árið 2021. 

Félagsmenn fá 50% afslátt af flatargjaldi á Brautarholtinu.

Brautarholt er rétt utan við Reykjavík, á Kjalarnesinu, og er 12 holu golfvöllur. Völlurinn er í 62. sæti yfir bestu golfvelli heims samkvæmt vefsíðunni Golfscape og í 40. sæti yfir bestu golfvelli Skandinavíu samkvæmt tímaritinu GolfDigest.

Það er okkur sönn ánægja að bjóða félagsmönnum okkar afslátt á þennan stórglæsilega golfvöll og vonum við að þið munið nýta ykkur að spila hann í sumar en vallarstæðið er svo sannarlega eitt það fallegasta sem völ er á.

Hér má sjá vinavelli GA fyrir 2021.

golfklúbbar