Golfklúbbur Akureyrar og Sjóvá skrifa undir áframhaldandi samstarfssamning

Golfklúbbur Akureyrar og Sjóvá hafa átt virkilega gott samstarf undanfarin ár og á því verður engin breyting þar sem undirritaður var samningur þess efnis í síðustu viku.

Það er GA mikils virði að eiga jafn öfluga samstarfsaðila líkt og Sjóvá hefur verið undanfarin ár og staðið þétt við bakið á GA.

Þökkum við Sjóvá kærlega fyrir gott samstarf undanfarin ár og hlökkum til áframhaldandi samstarfs.