Golfklúbbur Akureyrar og Ískraft undirrita samstarfssamning

Nú nýverið undirrituðu Ískraft og GA samstarfssamning til næstu þriggja ára. 

Nú fer að fara af stað uppbyggingin á Klöppum, nýja æfingaskýlinu okkar og mun Ískraft aðstoða GA þar þegar kemur að raflagnaefni.  Samstarf líkt og þetta er mikilvægt klúbbnum okkar og aðstoðar okkur í þeirri miklu uppbyggingu sem á sér stað á Jaðri.

Þökkum við Ískraft kærlega fyrir og hlökkum til samstarfsins.