Golfklúbbur Akureyrar og Flugfélag Íslands endurnýja samstarfssamning sín á milli

Ágúst Jensson og Gróa Ásgeirsdóttir
Ágúst Jensson og Gróa Ásgeirsdóttir

Golfklúbbur Akureyrar og Flugfélag Íslands hafa undirritað samstarfssamning sín á milli til næstu tveggja ára.

Flugfélagið hefur staðið veglega við bakið á GA undanfarin ár og er það mikið gleðiefni að samstarfið haldi áfram næstu árin. Í þessum samning er lögð sérstök áhersla á aðkomu Flugfélagsins að Arctic open og er sá stuðningur ómetanlegur og hjálpar okkur að efla og styrkja þetta glæsilega mót ennfrekar á komandi árum. 

Þökkum við Flugfélaginu kærlega fyrir veittan stuðning og hlökkum til samstarfsins næstu árin.