Golfklúbbur Akureyrar leitar að rekstraraðila veitingasölu á Jaðri

GA auglýsir eftir veitingaaðila.

Golfklúbbur Akureyrar rekur glæsilegann 18 holu golfvöll, 6 holu æfingavöll og frábæra æfingaaðstöðu í Klöppum. Inniaðstaða er starfrækt í kjallara íþróttahallarinnar en mun færast upp á Jaðar í náinni framtíð með miklum vaxtarmöguleikum. Aðstaða til veitingareksturs er góð og stór og bjartur salur er í golfskálanum sem rúmar allt að 200 manns í sæti.


Óskað er eftir eftirfarandi upplýsingum frá umsóknaraðilum:

  1. Matseðli ásamt verðum, tillaga að seðli með fjölbreyttum veitingum sem henta okkar meðlimum í GA, öðrum golfurum sem og öðrum gestum.
  2. Upplýsingar um fyrri reynslu við rekstur sambærilegs veitingareksturs og hvernig viðkomandi sér reksturinn fyrir sér.
  3. Hugmyndum sem gera okkar veitingasölu/klúbbhús eftirsóknaverðari fyrir okkar meðlimi sem og aðra gesti ásamt framtíðarsýn.
  4. Þeim hugmyndum um þjónustu/þjónustustig og ímynd sem viðkomandi sér fyrir sér varðandi veitingarreksturinn á Jaðarsvelli.

Golfklúbbur Akureyrar leggur áherslu á fjölbreyttan matseðil og heilsusamlega kosti. Þá er mikilvægt að breiðum aldurshópi sé sinnt vel og að komið verði til móts við okkar félaga sem og aðra gesti með háu og góðu þjónustustigi.

Allar nánari upplýsingar veitir Steindór Kr Ragnarsson, framkvæmdastjóri GA í síma 847-9000 eða í gegnum tölvupóstfangið steindor@gagolf.is

Umsóknarfrestur er til og með 30. nóvember næstkomandi og skal umsóknum skilað á steindor@gagolf.is