Golfklúbbur Akureyrar 85 ára!

Golfklúbbur Akureyrar fagnar 85 ára afmæli sínu í dag, þann 19. ágúst 2020. 

Golf­klúbb­inn var stofnaður þann 19. ág­úst 1935 og er næ­stelsti golf­klúbb­ur lands­ins á eftir Golfklúbb Reykjavíkur, sem var stofnaður ári á undan. Klúbbur­inn kom sér fyrst upp fínum 6 holu velli á Gler­áreyr­um, sem síðar varð at­hafn­ar­svæði Slipp­stöðvar­inn­ar. Seinna meir var sett upp aðstaða við Þór­unn­ar­stræti og var þar 9 holu völlur í nokkurn tíma. Árið 1970 flutti klúbbur­inn síðan starf­semi sína að Jaðri fyr­ir ofan Ak­ur­eyri þar sem völl­ur­inn er nú, og fagnar klúbburinn því einnig 50 árum á Jaðri í ár. 

Á þessum 85 árum hefur GA átt Íslandsmeistara fullorðinna í golfi 20 sinnum, en þó síðast árið 2002 þannig það er líklega orðið tímabært á nýjan meistara frá GA.

Það eru því orðin 5 ár síðan 80 ára afmælismót GA var haldið, en þar lék Fannar Már Jóhannsson á 68 höggum og sigraði mótið.

Við óskum GA félögum til hamingju með daginn!