Golfklúbbi Akureyrar var færð falleg gjöf

Svanberg Þórðarson skar út merki klúbbsins og færði klúbbnum að gjöf

Margir hagleiksmenn og konur eru meðal klúbbfélaga Golfklúbbs Akureyrar þar á meðal Svanberg Þórðarson, hann færði klúbbnum þennan fallega skjöld sem hann skar út merki klúbbsins í. Búið er að finna honum stað í Golfhöllinni.

Myndin með fréttinni er tekin þegar formaður klúbbsins Sigmundur Ófeigssonn og varaformaður Jón Steindór Árnason taka við skildinum úr hendi listamannsins.