Golfkennsla og leiga á sal

Ágætu GA félagar.

Nú stendur yfir í Golfhöllinni golfnámskeið.  Námskeiðin eru þrjú og eru á mánudögum  frá kl. 19:30 - 20:30 og svo á miðvikudögum og fimmtudögum frá kl. 20:00 - 21:00.

Golfhöllinn er að sjálfsögðu opin á meðan en viljum við biðja ykkur kylfingar góðir um að sýna tillitsemi gagnvart nemendum þannig að allt gangi vel fyrir sig hjá okkur og allir ættu að geta æft sitt golf í sátt og samlyndi :)

Í kvöld mánudaginn 10. febrúar mun Golfhöllin loka kl. 20:30 vegna útleigu á salnum, eins á föstudaginn kl. 19:00, einnig vegna útleigu.