Golfkennsla hjá John Garner

John Garner
John Garner

John Garner

John R. Garner er fæddur 9. janúar 1947 í Englandi og býr núna í Taranaki í Nýja Sjálandi þar sem hann starfar við golfkennslu. John Garner er fyrrum atvinnumaður í golfi en hann gerðist ungur atvinnumaður eða 16 ára. Hann vann eitt mót á Evróputúrnum á sínum ferli en það var árið 1972 síðan vann hann mót á Evróputúr öldunga árið 1998. Garner tók þátt í Ryder Cup keppninni árin 1971 og 1973. Einn besti árangur Garners var árið 1974 þegar hann lenti í 11. sæti á Opna Breska meistaramótinu en það ár vann Gary Player mótið í þriðja skiptið.

Garner er heiðursfélagi í bresku PGA samtökunum og er það sem Ný-Sjálendingar kalla stutta-spils Gúrú. Garner hefur verið landsliðsþjálfari í gegnum tíðina og var til að mynda fyrsti landsliðsþjálfari Írlands árið 1983 og þjálfaði þar Darren Clarke PGA atvinnukylfing sem vann Opna Breska árið 2011. Garner þjálfaði íslenska landsliðið í golfi árið frá árunum 1989-1996 og flutti síðan til Íslands 2001-2002 og kvæntist íslenskri konu, Svölu, árið 2004.

Garner hefur þjálfað golf í töluverðan tíma undir góðum orðstír og er hvalreki fyrir hvaða golfklúbb sem er. John verður á Akureyri í allt sumar og er þvi um að gera að nýta sér sér snilli Johns til að laga sveifluna.

Þetta er frábær viðbót við golfkennslu í Golfklúbbi Akureyrar.

Þið þekkið öll Sturla Höskuldsson og er hann með síðuna www.golfskoli.is og hjá honum starfar líka Stefanía Kristín PGA nemi.

Nú er um að gera að drífa sig í kennslu hjá þessum frábæru kennurum og ná tökum á þessari yndislegu íþrótt.

Hér sjáið þið upplýsingar um kennslu hjá John:

Golf Kennsla

John Garner

Master PGA Professional

 

 

Einstaklingar  40 mín. - 8.000kr.

Hjón / pör  1 Klst. – 12.000kr.

Hóptími 4-6 manns, 1 ½ klst. – 5.000kr. á mann

 

 

Tímabókanir 848 1694 (Svala)

email: johngarnergolf@gmail.com

 

Former National Coach to Iceland, Wales, English Ladies and Ireland

Ryder Cup Team  1971, 1973     British Match Play Champion 1972

Senior Tournament Champions of Champions 1999

Honorary  Member of the PGA

    Status of Master Professional  of the PGA 2012