Golfkennari Golfklúbbs Akureyrar

Á morgun birtist eftirfarandi atvinnuauglýsing þar sem auglýst er eftir golfkennara GA

Golfkennari Golfklúbbs Akureyrar

Vilt þú taka þátt í spennandi starfi Golfklúbbs Akureyrar?
Laus er til umsóknar staða golfkennara Golfklúbbs Akureyrar (GA).  Golfkennari gegnir lykilhlutverki í starfi klúbbsins og hefur yfirumsjón með skipulagi og þjálfun kylfinga í klúbbnum.

Jaðarsvöllur, golfvöllur GA, er meðal fremstu 18 holu golfvalla landsins.  Æfingasvæði klúbbsins samanstendur af aðstöðu fyrir lengri högg af mottum og grasi, og stutta spilið er æft á fyrsta flokks æfingaflötum.  Á veturna æfa félagar í frábærri aðstöðu í íþróttahöllinni á Akureyri, þar sem m.a. er boðið upp á golfhermi.  Félagar eru um 700, þar af eru börn og unglingar ríflega 100. 

Nánari upplýsingar um GA má finna á www.gagolf.is og www.arcticopen.is.

Starfssvið:

  • Stefnumótun og markmiðasetning varðandi golfþjálfun
  • Ábyrgð á skipulagi og framkvæmd þjálfunar barna og unglinga
  • Ábyrgð á skipulagi og framkvæmd þjálfunar afrekskylfinga
  • Ábyrgð á þjónustu við almenna kylfinga á sviði þjálfunar
  • Upplýsingagjöf og samstarf við stjórn og nefndir klúbbsins

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Viðurkennt PGA golfkennaranám
  • Reynsla af sambærilegu starfi kostur
  • Leiðtogahæfni, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Geta til að tjá sig í ræðu og riti
  • Jákvæðni, þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum.

Umsókn skal fylgja greinargóð ferilskrá umsækjanda og kynningarbréf þar sem ástæða umsóknar er tilgreind. Nánari upplýsingar um starfið veitir Jón Steindór Árnason, gjaldkeri GA, í síma 864-8924 og í netfanginu jsarnason@gmail.com.

Umsóknarfrestur er til 15. október.  Umsóknum má skila rafrænt á netfangið umsokn@gagolf.is.