Golfið leikið sama hvernig viðrar

Rósa, Sunna og Hulda í sveiflu
Rósa, Sunna og Hulda í sveiflu
Láta veðrið ekki aftra sér.

Veðrið hefur ekki verið upp á það besta en það hefur nú samt ekki aftrað kylfingum að mæta og taka hring.

Völlurinn er í mjög góðu standi - enn er spilað á sumarflatir nema á 3. braut og 12. en þar er verið að vinna í nýjum flötum. Tekið er út af flötum um leið og frystir en það er ekkert slíkt í veðurkortunum enda mánuður eftir af sumrinu, 1. vetrardagur er ekki fyrr en 27. okt. - hlýnandi spá.