Golfhöllin opnunarhátíð

Frábær inniaðstaða: Þér er boðið á opnunarhátíð

Laugardaginn 16. nóvember milli klukkan 10:00 og 16:00 ætlum við í GA að opna Golfhöllina formlega eftir viðamiklar endurbætur.  Öllum félögum í GA og gestum er boðið að koma og kynna sér breytingarnar og þá frábæru aðstöðu sem stendur kylfingum til boða í golfhöllinni.  Eftirfarandi er það helsta:

  • 18 holu púttvöllur ásamt 3. holu vippflöt
  • 4 básar til að slá í net
  • Rúmgott rými með Protee golfhermi
  • Rúmgott rými með Trackman kennslutæki og E6 golfhermi

Á opnunarhátíðinni verður aðstaðan kynnt og félagar og gestir fá að prófa ofangreinda aðstöðu.  Ekki missa af tækifæri til að prófa golfhermana ásamt öðru og kynnast þannig hversu gaman getur verið að halda sveiflunni og stutta spilinu við í góðum félagsskap yfir veturinn.

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.