Golfhöllin opnar mánudaginn 2. nóvember

Á mánudaginn næsta, 2. nóvember, munum við opna Golfhöllina kl. 9:00.

GA félagar geta komið og púttað og slegið í net sér að kostnaðarlausu og síðan er alltaf hægt að bóka tíma í golfherminn og spila marga af skemmtilegustu golfvöllum heims.

Bókanir í golfhermana fara fram golfbox í vetur og munum við kynna það enn frekar seinna í vikunni.

 Fyrst um sinn verður bara einn trackman 4 golfhermir í boði en við eigum von á spánýjum hermi í næstu viku og verða þá báðir opnir. 

Opnunartími Golfhallarinnar er 9-22 virka daga og 10-17 um helgar, hægt er að hringja í síma 462-3846 eða senda tölvupóst á jonheidar@gagolf.is fyrir frekari upplýsingar. Einnig bendum við á þessa slóð: https://www.gagolf.is/is/golfhollin/golfhollin þar sem hægt er að kynna sér starfsemina í Golfhöllinni. 

Hlökkum til að taka á móti ykkur í Golfhöllinni í vetur :)