Golfhöllin opnar mánudaginn 1. nóvember

Golfhöllin opnar mánudaginn 1. nóvember kl. 9:00 og hlökkum við mikið til að taka á móti ykkur í flottu inniaðstöðunni okkar.

Við erum að leggja lokahönd á uppsetningu á nýjum skjávarpa í Trackman 1 og verða því báðir hermar íbúnir fyrsta flokks skjávörpum.

Bókanir í golfherma fara fram á boka.gagolf.is og geta kylfingar bókað sér tíma í golfherminn tvær vikur fram í tímann. Athugið að það þarf að greiða fyrir tímana við bókun og munum við því ekki vera með klippikort eins og undanfarin ár. 

Þeir kylfingar sem eiga gömul klippikort eru beðnir um að hafa samband við steindor@gagolf.is og fá gjafakóða fyrir þann fjölda tíma sem þeir eiga eftir sem hægt verður að nýta sér á síðunni. Einnig hafa einhverjir greitt fyrir kort í vetur og geta þeir einnig fengið gjafakóða fyrir þeim kortum ef þeir hyggjast nýta kortin í eigin bókanir en ekki fasta tíma. 

Þeir sem eiga eftir að bóka sér fasta tíma geta gert það með því að senda tölvupóst á steindor@gagolf.is eða jonheidar@gagolf.is - athugið að greiða þarf fyrir föstu tímana við bókun og eru tímar sem eru afbókaðir með þriggja daga fyrirvara eða meira endurgreiddir í formi gjafakóða. Hægt er að bóka eins margar vikur fram í tímann og kylfingar vilja.