Golfhöllin opin!

Þá höfum við opnað Golfhöllina fyrir þennan veturinn og er hún opin öllum GA félögum sem og öðrum gestum.

GA félagar geta komið og púttað og slegið í net sér að kostnaðarlausu og síðan er alltaf hægt að bóka tíma í golfherminn og spila marga af skemmtilegustu golfvöllum heims.

Bókanir í golfhermana fara fram á heimasíðu okkar eða hér og viljum við minna á að báðir hermarnir okkar eru eins þennan veturinn eða trackman 4 hermar og því skiptir ekki máli í hvorn herminn er bókað.

Opnunartími Golfhallarinnar er 9-22 virka daga og 10-17 um helgar, hægt er að hringja í síma 462-3846 eða senda tölvupóst á jonheidar@gagolf.is fyrir frekari upplýsingar. Einnig bendum við á þessa slóð: https://www.gagolf.is/is/golfhollin/golfhollin þar sem hægt er að kynna sér starfsemina í Golfhöllinni. 

Hlökkum til að taka á móti ykkur í Golfhöllinni í vetur :)