Golfhöllin lokuð til 17. nóvember.

Ágætu GA félagar

Nýjar takmarkanir hér á Akureyri gera það að verkum að við hjá Golfklúbbi Akureyrar getum ekki opnað Golfhöllina í dag eins og við ætluðum að gera. 
Ljóst er að hún verður lokuð til 17. nóvember hið minnsta og biðjum við kylfinga um að sýna því skilning.

Við vonumst til að geta opnað inniaðstöðu okkar sem allra fyrst og hlökkum til að taka á móti ykkur. Starfsfólk GA mun nýta næstu tvær vikur í alls kyns viðhald í Golfhöllinni ásamt áframhaldandi vinnu út á velli.