Golfhöllin lokuð

Golfhöllinni hefur verið skellt í lás líkt og öðrum íþróttamannvirkjum Akureyrarbæjar vegna tilmæla frá sóttvarnarlækni. 
Hér má sjá frétt Akureyrarbæjar um málið.

Engar skipulagðar æfingar munu fara fram næstu vikurnar á meðan samkomubann og takmarkanir á skólastarfi gilda og munu íþróttamannvirkin vera lokuð á meðan.

Hægt verður að ná í starfsfólk GA í síma 462-2970 eða á netföng þeirra sem aðgengileg eru á heimasíðunni eða hér

Starfsfólk GA