Golfhöllin lokar

Jaðarsvöllur lítur vel út þessa dagana
Jaðarsvöllur lítur vel út þessa dagana

Nú er öll starfsemi GA komin í sumarbúning og komin upp á Jaðar. Skrifstofur GA og Golfbúð GA er opin 8-16 virka daga og verður lengri opnunartími auglýstur síðar.

Golfhöllin hefur því lokað þennan veturinn og þökkum við þeim fjölmörgu sem lögðu leið sína þangað í vetur fyrir ánægjulega tíma.

Við minnum á vinnudaginn á Jaðri á sunnudaginn næsta milli 10-14, súpa, brauð og kaffi og nóg af verkefnum fyrir duglega sjálfboðaliða.
Síðan er stefnt að opnun vallarins á þriðjudaginn!