Golfhermar GA opnir í Golfhöllinni

Túlkun viðbragðshóps GSÍ á reglugerðinni sem tók gildi 25. mars heimilar golfklúbbum opnun með ákveðnum takmörkunum og verður inniaðstaðan okkar opin frá og með mánudeginum 29. mars með neðangreindum reglum/takmörkunum.

Golfhermar:

  • - Grímuskylda
  • - Þeir kylfingar sem spila í herminum eru skráðir niður hjá starfsfólki GA, nafn símanúmer og kennitala. Þetta er gert til að auðvelda smitrakningu ef upp myndi koma smit.
  • - Salernin verða merkt hverjum hermi og eru kylfingar beðnir um að nýta þau salerni sem við á. 
  • - Einungis tveir kylfingar í golfhermi
  • - Enginn sameiginlegur búnaður, hver og einn notar sína bolta og tí
  • - Aðeins annar aðilinn notar tölvuna. Óheimilt er að nota snertiskjáinn, einungis músina og lyklaborðið og þarf sá aðili að sótthreinsa það vel að leik loknum.
  • - Kylfingar eru beðnir um að mæta einungis rétt fyrir tímann sinn og yfirgefa svæðið að honum loknum. Ekki er leyfilegt að flakka um svæðið eða á milli herma á meðan að leik stendur.
  • - Virða þarf þann tíma sem pantaður var og er leikmönnum skylt að vera búinn að yfirgefa svæðið þegar þeirra tími er útrunnin til þess að hleypa næstu aðilum að.
  • - 2 metra reglan verður að vera viðhöfð öllum stundum
  • - Gæta skal að almennum sóttvörnum