Golfferð VITA til Tenerife beint frá Akureyri

Peter Salmon vinur okkar hjá VITA ferðum er með skemmtilega ferð til Tenerife í janúar í boði fyrir Akureyringa og nærsveitunga. Beint flug frá Akureyri sem er algjör lúxus. Nánar um ferðina hér að neðan:

9 nátta golfferð til Tenerife með VITAgolf í beinu flugi frá Akureyri 6-15 jan. 2019.

Um er að ræða 8 ótakmarkaða golfdaga á hinum glæsilega 27 holu golfvelli Golf Del Sur og gist á 4* Vinnci Golf hótel rétt við golfvöllinn. Innifalið í pakkanum eru 4 kvöldverðir á hótelinu en hin kvöldin mun Siggi Hafsteins fararstjóri skipuleggja skemmtilega dagskrá á þeim fjölmörgu veitingarstöðum beint á móti hótelinu. Hægt er að lesa allt um staðinn hér: https://vita.is/ferd/tenerife-tveir-frabaerir-stadir

Verð á mann í tvíbýli er 279,900 kr (með 12.500 vildapunktar) og 324,900 kr (með 12,500 vildapunktar) fyrir einbýli.

Innifalið:

Beint leiguflug með Icelandair frá Akureyri
Flugvallaskattar
Flutningur golfsetts (hámark 15kg) og farangurs (hámark 20 kg)
Akstur milli flugvallar og hótels.
Gisting í superior herbergi með sjávarsýn á Vincci Golf del Sur.
Morgun- og kvöldverðarhlaðborð (4 sinnum)
**Ótakmarkað golf alla golfdaga með golfkerrum nema komu og brottfaradagar.
Fararstjórn.
**Gestir okkar á Golf del Sur og Buenavita geta spila ótakmarkað golf sér að kostnaðarlausu alla spiladagana EF rástímar eru lausir. Auka golf er ekki hægt að panta fyrirfram og er háð umferð á vellinum.

Hægt er að fá nánari upplýsingar um ferðina hjá okkur í VITAgolf í síma: 5704457/8, á golf@vita.is eða hringja beint í Siggi H. í síma: 8971728 sem er einmitt útá Tenerife út nóvember mánuð.

Takmörkuð sæti eru í þessa ferð, fyrstir koma fyrstir fá!

Með von um góður undirtektir,

Bestu kveðjur

Peter, Margret, Signhild og Tomas