Golfferð GA 2018

Golfferð á Mar Menor - Alicante

Ferðaskrifstofa Akureyrar í samvinnu við Golfklúbb Akureyrar stendur að golfferð á Mar Menor
svæðið á Alicante, daganna 14. – 21. Apríl 2018.

Flogið verður í beinu flugi frá Akureyri til Alicante með WOW air.

Í boði verða þrír pakkar fyrir kylfinga. Samtals er pláss fyrir um 90 kylfinga í ferðinni.

Samtals eru 6 vellir á Mar Menor svæðinu. Hópnum verður skipt upp í tvo hópa og skipt
niður á vellina. Notaðir verða tveir vellir daglega og sami völlur ekki spilaður tvo daga í röð.
U.þ.b. 20 mín. akstur er frá hóteli að golfvöllunum. Rúta til og frá hóteli er innifalin í pakkanum.  

Golfbíll fylgir öllum pökkum og rástími á morgnanna. 
Golfpakkinn er unninn í samvinnu við Ívar Hauksson, PGA golfkennara á Mar Menor svæðinu.

Hér er slóðin til að skoða verð og panta:

http://www.aktravel.is/golf/

Nú er bara að drífa sig að panta !!!

Kv starfsfólk GA