Golfdagur GA næsta sunnudag

Nú skella sér allir í golf næsta sunnudag með fjölskylduna:) Kennarar og afrekskylfingar munu bjóða upp á fría kennslu á milli 13-15 á Klöppum. Síðan mega allir prófa okkar flotta par 3 holu völl ,,Dúddisen" hvenær sem er yfir daginn. Alveg tilvalið fyrir golfara að byrja daginn á Byko Open og taka síðan óvanan fjölskyldumeðlim með sér í fría kennslu