Golfbúðin að Jaðri

Höfum opnað golfverslunina að Jaðri opnunartími frá kl 8.00 - 22.00 mánudaga - fimmtudaga og frá kl 8.00 - 18.00 um helgar. Afgreiðslan er opin á sama tíma.

Vöruval í golfverslun verður með svipuðu sniði og verið hefur, verðum með helstu nauðsynjavörur fyrir golfið, bolta, tí og hanska

Ennfremur úrval af kerrum, golfpokum, skóm, sett fyrir byrjendur o.fl.

Bjóðum einnig upp á að panta fyrir kylfinga - erum í viðskiptum við Golfbúðina í Hafnarfirði.

Ef þú ágæti kylfingur þarft að selja notað sett þá láttu okkur vita.

Sími í golfverslun 462 2974

netfang gagolf@gagolf.is