Golfbær hinn nýji

Ingólfur málari, Heimir Jóhanns og Maggi Ingólfs
Ingólfur málari, Heimir Jóhanns og Maggi Ingólfs
Það er helst í fréttum .....

Húsnæðið í Þrekhöllinni er að verða klárt og við erum að setja upp herminn og net og þá er nú hægt að fara að sveifla af fullum krafti.

Nokkrir smiðir í klúbbnum tóku sig saman og eru búnir að vera kvöld og helgar í sjálfboðavinnu við að standsetja plássið ásamt málurum, netamönnum og fleirum undir styrkri stjórn Steindórs vallarstjóra. 

Það er ekki búið að afhenda okkur formlega húsnæðið í kjallara íþróttahallarinnar, en það er allt í startholunum.

Æfingar í Boganum byrja á morgun fimmtudag 18. nóvember

Allir kylfingar eru velkomnir í opinn tíma í Boganum á þriðjudagskvöldum frá kl. 20.00 – 21.00  og fimmtudagskvöldum kl. 21.00 – 22.00.

Ólafur kennari verður á staðnum á þessum tímum en mestur tími hans mun fara að í að leiðbeina börnum og unglingum GA.

Síminn hjá Ólafi er 844 9001 netfang oligolf@simnet.is