Golfæfingar fyrir félagsmenn

Byrjaðu að æfa þig svo að sumarið verði skemmtilegra á golfvellinum!

Þjálfarar GA ætla að vera með æfingar fyrir félagsmenn 1x í viku í aðstöðu GA í kjallara íþróttahallarinnar. Æfingarnar munu vera á þriðjudögum og ganga í fimm vikur í senn og er verðið  12.000kr.

Æfingahóparnir verða forgjafaskiptir;

Kl.17:10-18:00 fyrir kylfinga með 20 og minna í forgjöf

Kl.18:05-18:55 fyrir kylfinga með 20-40 í forgjöf

Á þessum æfingum verður farið yfir alla helstu þætti golfsins og smá saman verður þú fær um að setja upp þínar eigin æfingar sem munu leiða til þess að þú verðir betri á vellinum í sumar.

Æfingar byrja í næstu viku, þriðjudaginn 16. janúar og líkur þriðjudaginn 13. febrúar. Eftir það tímabil hefst nýtt 5 vikna æfingatímabil og hafa þau sem voru fyrstu 5 vikurnar forgang í það tímabil.  Skráning í það tímabil verður auglýst síðar.

Þjálfarar eru Heiðar Davíð og Ólafur Gylfason

Skráning er á netfangið heidar@gagolf.is og þar þarf að koma fram nafn og forgjöf.

Ath: Námskeið fyrir kylfinga með hærra en 40 í forgjöf koma til með að vera auglýst á næstunni.