Golfæfingar falla niður mánudaginn 16.mars

Allar skipulagðar golfæfingar falla niður hjá GA á morgun mánudaginn 16.mars.

Stefnt er að halda áfram með skipulagðar æfingar frá og með þriðjudegi en þó með breyttu skipulagi. Nánari upplýsingar verða auglýstar þegar þær liggja fyrir.

 

Við munum að sjálfsögðu gæta öryggis okkar iðkenda til hins ítrasta og fylgja leiðbeiningum yfirvalda.

Á miðnætti í kvöld tekur samkomubann gildi sem mun augljóslega hafa áhrif á starfsemi GA að einhverju leyti, m.a. fjöldatakmarkanir.

Við viljum minna okkar félaga á mikilvægi handþvottar, spritt notkunar og almenns hreinlætis.