Góður árangur unglinga GA á Íslandsbankamótaröðinni

Tumi, lengst til hægri, með verðlaunin
Tumi, lengst til hægri, með verðlaunin

Dagana 27. og 28. júní fór fram fjórða mótið í Íslandsbankamótaröð unglinga, en mótið var haldið hjá Golfklúbbnum Kili (GKJ). Fyrir hönd GA fóru fjórir kylfingar og stóðu þeir sig allir mjög vel, þrátt fyrir slæmar aðstæður, en það var mikill vindur og rigning á meðan mótinu stóð. Af þeim stóð frammistaða Tuma Hrafns upp úr, en hann náði öðru sætinu í sínum flokk, með því að slá síðasta höggi sínu í holu af 70 metra færi á 18. braut. Árangur strákanna okkar var eftirfarandi:

Í flokki 15-16 ára kk:

Tumi Hrafn Kúld - 2. sæti (77 högg - 77 högg)

Víðir Steinar Tómasson - 15. sæti (81 högg - 86 högg)

 

Í flokki 17-18 ára kk:

Ævarr Freyr Birgisson - 7. sæti (77 högg - 80 högg)

Eyþór Hrafnar Ketilsson - 8. sæti (79 högg - 80 högg)

 

Golfklúbbur Akureyrar óskar strákunum til hamingju með þennan flotta árangur og vonar að sem flestir taki þátt í næsta móti á mótaröðinni sem verður haldið á Jaðarsvellinum okkar 20. og 21. júlí næstkomandi.