Góður árangur okkar kylfinga á Íslandsbanka- og Áskorendamótaröðinni

Nú er golfsumarið farið á fullt og unglingarnir okkar þegar búnir að taka þátt í tveim mótum á Íslandsbankamótaröðinni. Fyrst var spilað á Hellu í brjáluðu veðri og þurfti að slá af hringinn á laugardeginum vegna úrkomu og hvassviðris. Það stoppaði þó ekki okkar fólk og vann Andrea Ýr flokk stúlkna 15-16 ára.  

Næsta mót var síðan haldið af Golfklúbbi Reykjavíkur á Korpúlfsstaðarvelli og stóðu okkar krakkar sig með prýði þar. Andrea Ýr endaði í öðru sæti og Lárus Ingi Antonsson hafnaði einnig í öðru sæti í flokki pilta 15-16 ára. GA átti einnig þrjá þátttakendur á Áskorendamótaröðinni og vermdu þær 1.-3. sæti. 

 

Viljum við óska kylfingum okkar til hamingju með árangurinn!