Góð stemmning fyrir Arctic Open

Góð stemmning fyrir Arctic Open – 140 golfarar nú þegar skráðir til leiks. Nú fer hver að verða síðastur að skrá sig í Arctic Open mótið sem haldið verður á Akureyri 23. – 25. júní. 140 golfarar eru þegar skráðir til leiks en 20 – 30 til viðbótar komast að. Mótið hefst með opnunarhófi kl. 13 á fimmtudegi og síðan er leikið fram á nótt fimmtudag og föstudag. Mótinu lýkur á laugardagskvöldi með glæsilegri verðlaunaafhendingu og kvöldverði þar sem boðið er upp á mat og veitingar frá framleiðendum á Eyjafjarðarsvæðinu.  Sú breyting verður á mótinu í ár að leikið verður af öllum teigum samtímis, fyrri hópur kl. 16 og seinni hópur kl. 21.30. Gert er ráð fyrir að keppendur leiki kl. 16 annan daginn en kl. 21.30 hinn daginn. Að venju verða glæsleg verðlaun í boði á mótinu og fjöldinn allur af aukaverðlaunum .Þrátt fyrir að veður sé búið að vera óhagstætt er gert ráð fyrir að Jaðarsvöllur verði kominn í gott ástand þegar mótið fer fram.  Hiti hækkar nú dag frá degi og eins og alltaf verður besta veðrið á Arctic og stemmningin einstök.