Góð mæting á vinnudegi

Vinnudagur var haldinn á laugardag og mættu þar um 70 manns til að vinna og fegra völlinn og undirbúa fyrir opnun.

Opnaðar voru fyrri 9 holur vallarins inn á vetrarflatir.

Í fyrra var byrjað á að grisja trjágróður og hreinsa runna og tré á vallarsvæðinu því verki hefur verið framhaldið núna síðustu daga og var svo tekið til hendinni á vinnudaginn að kurla og klára það sem var áætlað að fara í nú á þessu ári.

Skiptu menn sér niður á verk, hópur manna fór í yfirfara og setja upp girðingar. Ný brú varð gerð á 15. braut, gróður hreinsaður og snyrtur. Umhverfi klúbbhúss snurfusað. Í klúbbhúsi var allt þrifið hátt og lágt og dittað að bæði úti og inni.

Vill Stjórn og Vallarnefnd þakka kærlega öllum þeim sem komu að vinnu þetta vorið á einn eða annan hátt 

Gleðilegt golfsumar ágætu GA félagar.