GLFR appið komið á markað

 Nýtt og spennandi golfforrit, GLFR, er komið á markað og erum við í GA spennt að kynna það fyrir meðlimum okkar! 

 

GLFR er mjög ítarlegur vallarvísir sem þú getur nálgast í símanum þínum á bæði Android og IOS. Appið tengist svo GPS tækni og sýnir þér hversu langt er að holunni, sem og öllum hindrunum og öðru sem þarf að varast á. Einnig geturðu notað appið sem skorkort fyrir þig og vini þína, og skráð hringinn beint inná golf.is með einum takka!

 

Hægt er að nálgast appið og fleiri upplýsingar á www.glfr.com