Glæsileg byrjun hjá GA á Leirumótinu

Leirumótið fer fram 3.- 5. júní hjá Golfklúbbi Suðurnesja en mótið er annað í röðinni á tímabilinu á GSÍ mótaröðinni. Keppt er í höggleik í kvenna – og karlaflokki og eru leiknar 54 holur á þremur keppnisdögum. Fyrsti keppnisdagurinn var í gær og er annar hringurinn nú farinn af stað. 

 

GA eiga flotta fulltrúa sem áttu góða byrjun í gær. Í kvennaflokki keppir Andrea Ýr Ásmundardóttir en hún endaði í T2 á 76 höggum eftir fyrsta dag.

Í karlaflokki keppa þeir Lárus Ingi Antonsson og Óskar Páll Valsson. Lárus Ingi kláraði fyrsta daginn í T2 á 70 höggum og Óskar Páll í T32 á 75 höggum.

 

Glæsileg byrjun hjá GA fólkinu okkar og hvetjum við þau áfram í dag og á morgun. Hægt er að fylgjast með stöðu mála hér:

https://golfbox.dk/livescoring/tour/?language=1039#/competition/3277386/leaderboard/3155698