GKG bætist við sem vinaklúbbur GA

Nú á dögunum var Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar að bætast við flóru vinavalla hjá GA og hlökkum við mikið til samstarfsins við GKG.

Leirdalurinn er einn glæsilegasti völlur landsins og var Íslandsmótið í golfi til að mynda haldið þar árið 2014. 

GA félagar fá 35% afslátt af vallargjaldi hjá GKG með því að sýna meðlimakort sitt og virkar afslátturinn eins fyrir meðlimi GKG.

Við minnum á að Dúddisen völlurinn opnaði í dag kl. 13:00 og styttist svo óðfluga í opnun Jaðarsvallar.