Gisting á meðan á Arctic open stendur

Eins og flestir GA félagar vita þá fer Arctic open fram hjá okkur hér á Jaðri í lok júní, nánar tiltekið dagana 25 - 27 júní.

Við eigum von á góðum fjölda erlendra spilara og á meðal þeirra eru bandarísk hjón á miðjum aldri sem báðu mig um að athuga það fyrir sig hvort einhverjir GA félagar gætu boðið þeim upp á gistingu á meðan að á mótinu stendur.  Þeim langar mikið að kynnast öllur hér og fannst því tilvalið að athuga með þetta.

Ef það er einhver sem er tilbúinn að bjóða þeim til sín þá má endilega hafa samband við undirritaðan.


Bestu þakkir.

Ágúst

8577009