Geymslusvæði/skápar fyrir golfsett í Golfhöll

Fréttir úr Golfhöllinni

Það hefur um tíma staðið til að öll okkar inniaðstaða fari á einn stað og er það mál komið á gott skrið. Búið er að losa þá aðstöðu sem var í Þrekhöllinni, þar sem golfhermir og aðstaða til að slá í net voru staðsett. 

Bráðlega verður hafist handa við að auka lofthæð/dýpka gólf í austurálmu kjallarans þar sem nú er setustofa okkar, en þar munum við koma fyrir golfhermi ásamt aðstöðu til æfinga og kennslu (með sambærilegri lofthæð og var í Þrekhöll).   

Á því svæði þar sem golfhermir og kennslu/æfingaaðstaða verður staðsett geyma félagar nú golfsett sín.  Búið er að finna nýja lausn á því.  Skápar hafa verið smíðaðir í vesturenda aðstöðunnar í kjallaranum, þar sem hægt verður að geyma 60-70 golfsett.  Leigu á aðstöðunni er mjög stillt í hóf. 

Eftirfarandi er verðskrá fyrir skápana:

   - Fullorðinir: 5.000 kr. fyrir tvö ár

   - Börn og unglingar að 18 ára aldri: 3.000 kr. fyrir tvö ár  

Leigan er hugsuð til að standa straum af efniskostnaði við skápana.    Þeir sem hafa áhuga á að geyma settin sín áfram í golfhöllinni eru beðnir um að hafa samband við framkvæmdastjóra til að ganga frá skráningu á skáp og greiðslu fyrir hann.   Netfang halla@gagolf.is

Golfhermir

Til stendur að endurnýja golfherminn, en núverandi hermir er kominn til ára sinna og sinnir ekki því hlutverki sem honum er ætlað, hann hefur verið tekinn niður. Við munum upplýsa um stöðu mála með nýjann hermi þegar allar uppl liggja fyrir.