Getraunavinningur GAGA hópsins

GAGA hópurinn vinnur stórt. Tippklúppurinn GAGA sem skipaður er nokkrum golfurum með þá Þórhall Páls og Bjarna Ásmundar í broddi fylkingar gerðu sér lítið fyrir og fengu 13 rétta um síðustu helgi. Vinningur var ekki af verri endanum því  þeir unnu um 7.2 milljónir í það heila. Klúbburinn hefur starfað síðan í desember – var endurvakinn, því þeir hafa tippað saman í nokkur ár áður. Þetta er í fyrsta sinn sem þeir vinna eitthvað í líkingu við þetta – árangur hefur mest verið ellefu réttir fram að þessu.