Garðar Þormar og Óli Magnússon sigra vetrarmótaröð GA

Í gær fór fram úrslitaleikur Vetrarmótaraðar GA og áttust þar við þeir Garðar Þormar og Óli Magnússon á móti Antoni Inga og Helga Gunnlaugssyni. Garðar Þormar og Óli héldu áfram frábærri spilamennsku sinni og unnu leikinn og tryggðu sér jafnframt sigur í mótaröðinni. Þeir piltar unnu alla sína leiki í mótinu og virkuðu mjög sannfærandi.

Við hjá GA viljum þakka öllum þeim 48 kylfingum sem tóku þátt í mótaröðinni kærlega fyrir þátttökuna og vorum við gríðarlega ánægð með hversu margir voru með í ár. 

Garðar og Óli eiga inni 10.000 kr. inneign á Strikinu/Bryggjunni fyrir sigurinn og þeir Anton og Helgi fá að launum 5.000kr inneign á Greifanum fyrir annað sætið.