Gámaþjónusta Norðurlands og GA undirrita samkomulag um áframhaldandi samstarf

Gámaþjónusta Norðurlands hefur verið dyggur samstarfsaðila Golfklúbbs Akureyrar undanfarin ár og á því verður engin breyting þar sem að nýr samningur var undirritaður nú í morgun.

Það er GA mjög mikilvægt að hafa svona öfluga og trausta samstarfsaðila líkt og Gámaþjónustan er og þökkum við þeim kærlega fyrir veittan stuðning og hlökkum til áframhaldandi samstarfs næstu árin.