GA kaupir valtara fyrir flatir

GA hefur fest kaup á valtara sem ætlaður er til notkunar á flatirnar á Jaðarsvelli. Völtun hefur á undanförnum árum orðið mikilvægur þáttur í umhirðu flata, en í stuttu máli kemur völtunin að hluta til í staðinn fyrir slátt.  Reynslan hefur sýnt að þetta fyrirkomulag leiðir til sterkara grass á flötunum sem verður m.a. betur í stakk búið til að takast á við þurrk og sjúkdóma af ýmsum toga.

Eðlilegt er að velta fyrir sér hverjir helstu kostirnir fyrir okkur kylfingana, en þeir eru fyrst og fremst meira rennsli og minna hopp á flötunum.  Það eykur ánægju okkar af spilamennskunni, sem er jú helsta markmiðið okkar allra.  Í myndbandinu sem fylgir hér að neðan má sjá hvernig valtarinn er notaður og hvaða kosti hann hefur í för með sér. 

Við viljum við nota tækifærið og hvetja félaga til að senda ábendingar um hvað eina sem snertir klúbbinn okkar.