GA unglingar standa sig vel

Ævarr og Tumi á stigamóti á Hellu.

GA átti tvo unga kylfinga á mótaröð unglinga sem fram fór að þessu sinni á Strandarvelli á Hellu (GHR) um helgina (19-20 júní) en það voru þeir Ævarr Freyr Birgisson og Tumi Hrafn Kúld.  Þeir kepptu í flokki 14 ára og yngri stráka og enn eru þeir að standa sig frábærlega vel, en Ævarr spilaði á 74 og 79 höggum eða 153 og endaði í 7. sæti sem er glæsilegur árangur!!!  Tumi stóð sig einnig vel en hann spilaði á 84 og 87 höggum eða 171.

Þeir Ævarr og Tumi eiga mikið inni og verður gaman að fylgjast með þeim áfram!