GA svuntur til sölu til styrktar ungum GA kylfingum

Þá er farin af stað stórglæsileg fjáröflun til styrktar ungum GA kylfingum sem eru á leið í æfingaferð, vonandi á næsta ári.

GA svuntur eru komnar í sölu og kosta 5.000kr stykkið og eru þær stórglæsilegar.

Pantanir fara fram á gsveins@gmail.com og er áætluð afhending í lok nóvember, það má því segja að þetta sé tilvalin jólagjöf fyrir golfarann.

*Athugið að lágmarkspöntun frá GA eru 30 svuntur svo þær verða ekki pantaðar ef ekki næst sá fjöldi.