GA sveitin 18 ára og yngri í úrslit!

Sveit GA 18 ára og yngri
Sveit GA 18 ára og yngri

Hér á Akureyri er sveit okkar GA manna komin í úrslit eftir 3-0 sigur á GR. Kristján og Tumi unnu báðir sína leiki 3/2 og Víðir/Stefán unnu 2-1, frábær árangur hjá strákunum og fara þeir sannfærandi í úrslitin á morgun! Sveit GA/GHD/GÓ vann sinn leik 2-1, Arnór Snær vann 4/2, Þorgeir Örn 3/1 en fjórmenningurinn með þá Fannar og Aron Elí tapaði 2/1. Strákarnir keppa við GR á morgun um 5.sætið. 

Á Flúðum unnu stelpurnar okkar enn einn sigurinn, nú 2-1 á sveit GKG-B. Andrea Ýr vann sinn leik 4/2, Guðrún Fema 3/2 en fjórmenningurinn með þær Söru og Tinnu tapaðist 7/5. Á morgun spila stelpurnar á móti GK og með sigri tryggja þær sér annað sætið. 

Á Hellu tapaði 15 ára sveit okkar 2-1. Gunnar Aðalgeir vann á 20.holu, Lárus tapaði 2/0 og fjórmenningurinn með þá Brimar Jörva og Mikael Mána tapaði 6/4. Strákarnir spila á morgun við Nesklúbbinn um 5.sætið. 

Á morgun klukkan 9:18 hefst úrslitaleikurinn á milli GA og GK hér á Jaðri og verða strákarnir okkar í eldlínunni og tilbúnir í slaginn! Við hvetjum alla GA félaga til að kíkja upp á völl og fylgjast með strákunum og veita þeim stuðning, Íslandsmeistaratitill er í boði!