GA Open á sunnudaginn

Sumarið er gengið í garð hérna fyrir norðan og það er dúndur spá fyrir Sunnudaginn og því er eina vitið að halda fyrsta mót ársins, GA Open.

Veitt verða verðlaun í tveimur mismunandi flokkum, höggleik án forgjafar og punktakeppni og eru þau eftirfarandi:

Höggleikur án forgjafar

  1. Sæti: Skópar + Gjafabréf á Hamborgarafabrikkuna
  2. Sæti: Kort í Klappir + Golfboltar
  3. Sæti: Gjafabréf á Hamborgarafabrikkuna + Derhúfa

Punktakeppni

  1. Sæti: Skópar + Gjafabréf á Hamborgarafabrikkuna
  2. Sæti: Kort í Klappir + Golfboltar
  3. Sæti: Gjafabréf á Hamborgarafabrikkuna + Derhúfa

Næst holu á öllum Par 3.

Dregið verður úr skorkortum og einn heppinn keppandi fær miða í Arctic Open 2018!!

Njótum góða veðursins og mætum í mótið á Sunnudaginn!