GA og Vodafone undirrita áframhaldandi samstarfssamning

Á dögunum skrifuðu GA og Vodafone undir áframhaldandi samstarfssamning. Undanfarin ár hefur Vodafone verið einn af stærstu styrktaraðilum GA og þökkum við þeim kærlega fyrir stuðninginn. Flögg þeirra má sjá á æfingasvæði GA, Klöppum, æfingavelli og á púttsvæði GA.

Þessi samningur er liður í því starfi sem er í gangi hjá GA nú á vormánuðum og eru það til að mynda fyrirtæki líkt og Vodafone sem gera GA kleift að bjóða upp á sem besta aðstöðu fyrir félagsmenn sína.

Við minnum á að Klappir eru opnar til æfinga og með áframhaldandi hlýjindum styttist óðum í opnun vallarins.

Við hjá GA þökkum Vodafone kærlega fyrir stuðninginn og hlökkum til áframhaldandi samstarfs með þeim á komandi árum.