GA og Vodafone undirrita áframhaldandi samstarfssamning

Í gær var undirritaður áframhaldandi samstarfssamningur milli Vodafone og GA.

Vodafone hefur í gegnum árin verið einn öflugasti samstarfsaðili GA og á því verður engin breyting.

Með tilkomu nýs samnings verður Vodafone annar af aðalstyrktaraðilum GA og bætir enn frekar í það góða samstarf sem verið hefur.

Það er okkur virkilega mikilvægt að eiga góðan og öflugan hóp samstarfsaðila til þess að hjálpa okkur enn frekar með það starf sem fram fér hjá okkur á Jaðri og í Golfhöllinni og er það ómetanlegt að eiga eins öflugan samstarfsaðila og Vodafone að, sem styður vel við bakið á okkur.

Viljum við þakka Vodafone kærlega fyrir stuðning undanfarna ára og hlökkum mikið til áframhaldandi samstarfs!