GA og Verkvit húsasmiðir í samstarf

Nú á dögunum skrifuðu Golfklúbbur Akureyrar og Verkvit húsasmiðir undir styrktarsamning. Við hjá GA þökkum Verkvit kærlega fyrir og hlökkum til samstarfs við þetta stórgóða fyrirtæki.

Enn eitt fyrirtækið sem bætist við sem samstarfsaðili við Golfklúbbinn og vitum við vel að án styrktaraðila væri klúbburinn ekki á þeim stað sem hann er í dag.