GA og Slippfélagið í áframhaldandi samstarfi

Á dögunum var skrifað undir áframhaldandi samstarfssamning á milli GA og Slippfélagsins. 

Þetta eru gríðarlega góðar fréttir fyrir okkur hjá GA en Slippfélagið hefur verið gríðarlega góður styrktaraðili hjá okkur í GA undanfarin ár og hjálpað okkur með málningu innan og utan á skálanum eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. 

Við hjá GA þökkum Slippfélaginu kærlega fyrir stuðninginn og hlökkum til áframhaldandi samstarfs með þeim á næstu árum.