GA og Samskip í áframhaldandi samstarfi

Nú á dögunum skrifuðu GA og Samskip undir áframhaldandi samstarfssamning sín á milli. Samskip hefur verið styrktaraðili GA undanfarin ár og eru það gleðifréttir að það samstarf mun halda áfram næstu árin. Samskip er okkar flutningsaðili og hafa þjónustað GA vel undanfarin ár. 

Merki Samskip hefur verið á 9. holu á Jaðarsvelli og verður svo áfram og má einnig sjá merki þeirra á skorkortum og skilti við fyrsta teig. 

Við viljum þakka Samskip fyrir stuðninginn og hlökkum við til áframhaldandi samstarfs.

Þá viljum við hvetja GA félaga til að beina viðskiptum sínum til þeirra aðila sem styrkja starfið okkar því þannig styðjum við GA.