GA og Raftákn í áframhaldandi samstarfi

Nú á sumarmánuðum skrifuðu GA og Raftákn undir áframhaldandi samstarfssamning. 

Raftákn hefur undanfarið ár verið dyggur samstarfsaðili GA og hjálpað okkur með ýmsa hluti. 

Við hjá GA erum gríðarlega ánægð með framlag Raftákns til klúbbsins og þökkum þeim kærlega fyrir stuðninginn undanfarin ár.

Við hlökkum til áframhaldandi samstarfs.