GA og Norðlenska halda áfram góðu samstarfi sínu

Nú á dögunum skrifuðu GA og Norðlenska undir áframhaldandi samstarfssamning til tveggja ára.

Norðlenska hefur undanfarin ár verið gríðarlega stór styrktaraðili fyrir GA og hafa kylfingar á stórmótum gætt sér á gæðakjöti frá þeim oftar en einu sinni.

Við hjá GA þökkum Norðlenska kærlega fyrir stuðninginn og hlökkum til áframhaldandi samstarfs með þeim á komandi árum.